Birnudalstindur

Tímalengd:
Dagsferð
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 8 og hámarksfjöldi 32
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Vant fjallaskíðafólk
Framboð

kr.39.900

Discount:
Dagsetning:
  • maí 13, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Birnudalstindur
Birnudalstindur (1326m) er mjög fallegt fjall og er hluti af glæsilegum fjöllum sem ná frá Breiðamerkurjökli að Skálafellsjökli í Suðursveit. Af toppi Birnudalstinds er ein lengsta og skemmtilegasta skíðabrekka landsins. Til þess að fara í þessa ferð þarftu að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á fjallaskíðum. Gisting, kvöldmatur og akstur er á eigin vegum. Gist er eina nótt fyrir og eftir ferð á Hala eða Gerði í Suðursveit.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 8, mest 32.
Skíðaleiðin
Við hefjum ferðina við Jöklasel og skinnum upp Skálafellsjökul uns við komum að Birnudalstindi suðaustan megin. Þá þverum við suðurhlíðar Birnudalstinds á toppinn. Stundum þarf að ganga á mannbroddum og með skíðin á bakinu upp síðasta spölinn. Þá tekur við frábær skíðabrekka niður eftir Birnudal að snjólínu sem liggur oftast í 400-600 m hæð. Þaðan er gengið með skíðin á bakinu niður að bílum.
Tölulegar upplýsingar
Vegalengd: 12 km
Hækkun: 800 m
Lækkun: 1.400 m
Ferðatími á skíðum: 6-8 klst.
Verð: 39.900kr
Dagsetning: 13. maí 2023
Bókun
Sendið fyrirspurn ef þið viljið bóka þessa ferð aðra daga en hér eru tilgreindir (lágmarksfjöldi er fimm manns).

Útbúnaðarlisti er sendur út fyrir brottför

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Birnudalstindur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *