Ferðatakmarkanir og sóttvarnakröfur vegna Covid-19 hjá Fjallaskíðun

Vegna Covid-19 faraldursins eru sóttvarnareglur og ferðatakmarkanir sífellt að breytast sem gæti haft áhrif á tilhögun ferða hjá okkur.

Við viljum þó gera viðskiptavinum okkar kleift að leggja drög að ferðum þrátt fyrir ástandið. Ef þú ert að velta því fyrir þér að bóka ferð með okkur, bjóðum við þér upp á að velja aðra ferð síðar, fá ferðainneign eða fá endurgreitt ef ferðinni verður frestað eða aflýst vegna Covid-19.


Ef ferðinni þinni verður frestað eða aflýst vegna Covid-19, færðu sendan tölvupóst með öllum mikilvægum upplýsingum er snúa að endurbókun, ferðainneign og endurgreiðslu.


Ef ferðinni þinni hefur ekki verið aflýst, en þú vilt afbóka ferðina, hefurðu kost á að afbóka og sækja um ferðainneignarnótu.


Öryggi þátttakenda í ferðum er algert forgangsatriði hjá okkur. Að öllu jöfnu er ekki mikil smithætta þegar fólk er utandyra og virðir fjarlægðarmörk og aðrar ráðlagðar sóttvarnir.

Við leggjum ríka áherslu á að lágmarka alla smithættu eins og hægt er og fylgjum fyrirmælum Landlæknis.
Þú getur lagt þitt af mörkum með því að þvo hendur reglulega, hætt við ferð ef þú ert með kvefeinkenni og/eða finnur fyrir slappleika. Nota reglulega handspritt sem er í boði í öllum ferðum og jafnvel andlitsgrímur ef þess þarf.
Sóttvarnir eru samvinnuverkefni og á ábyrgð okkar allra.

Gerum þetta saman.