Sveinstindur

Tímalengd:
Dagsferð
Transport:
Á eigin vegum
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 8, hámarksfjöldi 32
Erfiðleikastig
Erfið
Fyrir hverja
Vant fjallaskíðafólk

kr.39.900

Mountain skiing at Sveinstindur (2044m) is unique but tests endurance and is challenging. Sveinstindur forms part of the eastern edge of the caldera in Öræfajökull and is the second highest peak in the country, only 66 meters lower than Hvannadalshnjúkur. You need to be in good physical shape and have a good command of skiing to go on this trip. Accommodation, shared dinner and driving are on your own.

Discount:
Dagsetning:
  • maí 20, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Sveinstindur

Sveinstindur er 2044m hár og næsthæsti tindur landsins, aðeins 66 metrum lægri en Hvannadalshnjúkur og er í austurjaðri öskjunnar í Öræfajökli. Fjallaskíðaferð á Sveinstind er einstaklega skemmtileg en krefjandi. Verðlaunin eru án efa ein flottasta og lengsta skíðabrekka landsins.  Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á skíðum til að fara í þessa ferð. Gisting, sameiginlegur kvöldverður og akstur er á eigin vegum.

Fjöldi þátttakenda

Minnst 8, mest 32.

Skíðaleiðin

Skíðaleiðin er einstaklega falleg og hefur verið kölluð Kvískerjaleið þar sem hún hefst við bæinn Kvísker. Þaðan er gengið með skíðin á bakinu eftir brattri brekku upp í 500 m hæð eða í þá hæð sem snjólínan liggur. Þaðan er skinnað upp í 1100m hæð. Við stoppum þar, fáum okkur nesti og förum í línu. Gengið er í línu á jöklinum upp á topp. Í hverri línu eru 9 manns (einn leiðsögumaður og 8 þátttakendur). Öskjubrúnin er í um 1750 m hæð og er gengið eftir henni fyrst að Sveinsgnípu og þaðan á Sveinstind. Á leiðinni niður bíður okkar 8 km löng géggjuð skíðaleið niður að snjólínu. Þessi ferð er mikil upplifun en getur verið mjög löng og tekið allt að 12-16 klukkustundir.

Tölulegar upplýsingar

Vegalengd: 26 km

Heildar ferðatími: 12-16 klst.

Heildar hækkun: 2050m

Innifalið í verði

Leiðsögn og skipulag.

Ekki innifalið í verði

Gisting, matur og akstur er á eigin vegum.

Hvað á ég að taka með? Útbúnaðarlisti er sendur til þátttakenda fyrir brottför

Afbókunarskilmálar

Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt. Ef ferð er afbókuð 3 dögum fyrir brottför fæst 50% fargjalds endurgreitt. Ef ferð er afbókuð með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst hún ekki endurgreidd.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Sveinstindur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *