Lýsing
Sveinstindur
Sveinstindur er 2044m hár og næsthæsti tindur landsins, aðeins 66 metrum lægri en Hvannadalshnjúkur og er í austurjaðri öskjunnar í Öræfajökli. Fjallaskíðaferð á Sveinstind er einstaklega skemmtileg en krefjandi. Verðlaunin eru án efa ein flottasta og lengsta skíðabrekka landsins. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á skíðum til að fara í þessa ferð. Gisting, sameiginlegur kvöldverður og akstur er á eigin vegum.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 8, mest 32.
Skíðaleiðin
Skíðaleiðin er einstaklega falleg og hefur verið kölluð Kvískerjaleið þar sem hún hefst við bæinn Kvísker. Þaðan er gengið með skíðin á bakinu eftir brattri brekku upp í 500 m hæð eða í þá hæð sem snjólínan liggur. Þaðan er skinnað upp í 1100m hæð. Við stoppum þar, fáum okkur nesti og förum í línu. Gengið er í línu á jöklinum upp á topp. Í hverri línu eru 9 manns (einn leiðsögumaður og 8 þátttakendur). Öskjubrúnin er í um 1750 m hæð og er gengið eftir henni fyrst að Sveinsgnípu og þaðan á Sveinstind. Á leiðinni niður bíður okkar 8 km löng géggjuð skíðaleið niður að snjólínu. Þessi ferð er mikil upplifun en getur verið mjög löng og tekið allt að 12-16 klukkustundir.
Tölulegar upplýsingar
Vegalengd: 26 km
Heildar ferðatími: 12-16 klst.
Heildar hækkun: 2050m
Innifalið í verði
Leiðsögn og skipulag.
Ekki innifalið í verði
Gisting, matur og akstur er á eigin vegum.
Hvað á ég að taka með? Útbúnaðarlisti er sendur til þátttakenda fyrir brottför
Afbókunarskilmálar
Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt. Ef ferð er afbókuð 3 dögum fyrir brottför fæst 50% fargjalds endurgreitt. Ef ferð er afbókuð með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst hún ekki endurgreidd.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.