Fjallaskíðanámskeið

Tímalengd:
2 kvöld og 1 dagur
Tegund ferðar:
Námskeið og kennsla
Fjöldi:
30

kr.39,900

Fjallaskíðanámskeið er tilvalið fyrir þá sem eru að byrja að stunda fjallaskíði og þá sem vilja rifja upp. Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu á grundvallaratriðum fjallaskíðunar og kenna fólki að tileinka sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu. Námskeiðið samanstendur af einu fræðslukvöldi, einni kvöldstund í Bláfjöllum þar sem fer fram skíðakennsla og einum verklegum útidegi þar sem kennt er á snjóflóðaýla og farið yfir snjóflóðabjörgun.

Dagsetningar:

12, 16 og 19. janúar – UPPSELT

2, 6 og 16. febrúar  – UPPSELT

 

 

Discount:

Ekki til á lager

Flokkur:

Special offer

Lýsing

Fjöldi þátttakenda

Minnst 5, mest 30.

Lýsing

Námskeiðið samanstendur af einu fræðslukvöldi í Fjallakofanum, einni kvöldstund í Bláfjöllum og einum verklegum útidegi á fjöllum í nágrenni höfuðborgarinnar.

Námskeiðið veitir engin sérstök réttindi en markmið þess er að auka þekkingu á grundvallaratriðum fjallaskíðunar og kenna fólki að tileinka sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu.

Á fræðslukvöldinu fjöllum við m.a. almennt um fjallaskíði og öryggisbúnað, aðstæður og hættur sem þarf að varast, hvernig á að klæða sig og hvað á að vera í bakpokanum.

Á seinna kvöldinu í Bláfjöllum verður skíðakennsla. Áhersla er á skíðatækni og líkamsbeitingu með skíðakennara.

Útidagurinn samanstendur af verklegri kennslu í snjóflóðabjörgun og fjallaskíðun. Þá verða allir að koma með sinn eigin skíðabúnað, snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og skóflu. Fullt af verklegum æfingum og í lokin finnum við góðar brekkur til að skinna og skíða eftir veðri og aðstæðum.

Hvað er innifalið?

Sértilboð á útivistarbúnaði

Leiga á öryggis- og fjallaskiðabúnaði á hagstæðum kjörum

Hvað er ekki innifalið?

  • Akstur
  • Skíðabúnaður
  • Snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng
  • Broddar, belti, ísöxi

Dagsetningar

16., 19. og 15. janúar – UPPSELT

2., 6. og 16. febrúar – UPPSELT

Afbókunarreglur

  • Ef námskeiði er aflýst vegna Covid-19 fæst allt endurgreitt.
  • Ef námskeið er afbókað fyrir brottför er endurgreitt að frádregnu 20% staðfestingargjaldi.
  • Ef afbókað er þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.
  • Afbókun námskeiðs með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fjallaskíðanámskeið”

Netfang þitt verður ekki birt.