Fjallaskíðanámskeið

Tímalengd:
2 kvöld og 1 dagur
Tegund ferðar:
Námskeið og kennsla
Fjöldi:
15

kr.44.900

Fjallaskíðanámskeið er tilvalið fyrir þá sem eru að byrja að stunda fjallaskíði og þá sem vilja rifja upp. Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu á grundvallaratriðum fjallaskíðunar og kenna fólki að tileinka sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu. Námskeiðið samanstendur af einu fræðslukvöldi, einni kvöldstund í Bláfjöllum þar sem fer fram skíðakennsla og einum verklegum útidegi þar sem kennt er á snjóflóðaýla og farið yfir snjóflóðabjörgun.

 

 

Discount:
Dagsetning:
  • janúar 18, 2023
  • febrúar 15, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Fjöldi þátttakenda

Minnst 5, mest 20.

Lýsing

Námskeiðið samanstendur af einu fræðslukvöldi, einu kvöldi í Bláfjöllum og einum verklegum degi úti á fjöllum við höfuðborgina.

Námið veitir enga sérstaka menntun en markmið þess er að auka þekkingu á fjallaskíðamennsku og kenna fólki undirstöðuatriði í mati á snjóflóðahættu og að nota snjóflóðaýlir, skóflu og stöng.

Á fræðslukvöldinu er fjallað meðal annars um fjallaskíði og öryggisbúnað almennt, aðstæður og hættur sem ber að varast, hvernig á að klæða sig og hvað á að hafa í bakpokanum.

Skíðakennslan er á skíðasvæði Bláfjalla. Áhersla er lögð á skíðatækni og líkamsbeitingu með skíðakennara.

Útivistardagurinn samanstendur af verklegri kennslu í snjóflóðabjörgun, leiðarvali og fjallaskíðitækni. Þá þarf hver og einn að koma með sinn fjallaskíðabúnað, snjóflóðaöxi, snjóflóðastöng og skóflu. Það verður fullt af verklegum æfingum og í lokin finnum við góðar brekkur til að skíða ef veður og aðstæður leyfa.

Hvað er innifalið?

Kennsla, leiðsögn og skipulag

Hvað er ekki innifalið?

Akstur
Skíðabúnaður
Snjóflóðaskófla, skóflur og snjóflóðastangir
Broddar, belti, ísöxi

Dagsetningar

18., 25. og 28. janúar
15., 22. og 26. febrúar

Hægt er að bóka þetta námskeið fyrir fimm eða fleiri aðra daga með því að senda fyrirspurn á netfangið info@fjallaskidun.is.

Afbókun

Ef námskeið er afbókað sjö dögum fyrir upphafs dagsetningu fæst 80% gjalds endurgreitt. Ef afbókað er þremur dögum fyrir er 50% af fargjaldi endurgreitt. Afbókun á námskeiði með minna en þriggja daga fyrirvara verður ekki endurgreidd.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fjallaskíðanámskeið”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *