Snæfellsjökull

Tegund ferðar:
Dagsferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 6, hámarksfjöldi 30
Erfiðleikastig
Auðveld
Fyrir hvern
Byrjendur jafnt sem vana

kr.18.900

Snæfellsjökull er 1446m hár og er mjög skemmtilegur og auðveldur að skíða. Langt fram eftir vori og snemm sumars er oft hægt að skíða jökulinn ef snjóalög eru hagstæð.

Discount:
Dagsetning:
  • apríl 1, 2023
  • apríl 8, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull er 1446 metra hár og er mjög skemmtilegur og auðveldur að skíða. Langt fram eftir vori og snemmsumars er oft hægt að skíða jökulinn ef snjóalög eru hagstæð.

Fjöldi þátttakenda:
Minnst 6, mest 30.

Skíðaleiðin:

Algengasta leiðin er frá Stapafelli en einnig er hægt að ganga upp frá Dagverðará. Þegar á jökul er komið er gengið er í línu uppá topp. Í hverri línu eru 9 manns (einn leiðsögumaður og átta þátttakendur) og það miklu máli skiptir að hópurinn sé samstíga í ferðahraða og ferðavenjum (fatastopp, matar-pásur ofl.) Þegar toppi er náð er stundum hægt ef aðstæður leyfa, að ganga á mannbroddum og með ísexi á Miðþúfuna sem er hæsti tindurinn á jöklinum. Sumir bera skíðin áleiðis þar upp og skíða niður bratta þúfuna.

Tölulegar upplýsingar

Vegalengd: 12-16km

Ferðatími á skíðum: 6-8 klst.

Heildarhækkun: 1200-1400m

Hvað þarf ég að taka með?

Útbúnaðarlisti er sendur til þátttakenda fyrir brottför.

Afbókunarreglur

Ef afbókað er sjö dögum fyrir brottför er 80% fargjalds endurgreitt. Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreitt. Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Snæfellsjökull”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *