Lýsing
Fjallaskíðaferð á Tröllaskaga er sannkallað ævintýri. Þar sameinast allt það besta sem fjallaskíðun hefur uppá að bjóða. Mjög fjölbreyttar og miskrefjandi brekkur við allra hæfi í fallegu fjalla umhverfi. Margir fjallstindar ná yfir 1000m yfir sjávarmáli svo oft er löng skíðabrekka framundan og sumstaðar er hægt að skíða frá toppi og alla leið niður í fjöru.
Fjallaskíðaferð á Tröllaskaga reynir bæði á úthald og skíðatækni og er krefjandi á köflum. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á skíðum til að fara í þessa ferð.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 8, mest 32.
Lýsing
Við leggjum af stað frá Reykjavík seinnipartinn á fimmtudegi og komum aftur í bæinn eftir hádegi á sunnudegi. Gist er á Hótel Siglunesi (https://hotelsiglunes.is) á Siglufirði í þrjár nætur. Þátttakendur bóka sjálfir hótelið.
Skíðaleiðir
Það eru fjölmargar spennandi fjallaskíðaleiðir á Tröllaskaga. Við veljum alltaf leiðir út frá veðri og bestu aðstæðum hverju sinni. Nánara skipulag er sent út fyrir brottför.
Þyrluskíðun
Boðið verður uppá þyrluskíðun fyrir þá sem það vilja. Það verður hægt að kaupa tvær ferðir með þyrlu uppá tvo fjallstoppa. Þyrluskíðun er alveg einstök upplifun og skemmtileg viðbót við fjallaskíðabröltið. Verð og á hvaða fjallstoppa verður flogið kemur í ljós þegar nær dregur ferð. Þetta er tækifæri sem þú villt ekki sleppa!
Innifalið í verði
Leiðsögn og skipulag
Ekki innifalið í verði
Gisting, matur, þyrluskíðun og akstur er á eigin vegum.
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir brottför.
Afbókunarreglur
- Ef ferð er aflýst vegna Covid-19 fæst allt gjaldið endurgreitt.
- Ef ferð er afbókuð fyrir brottför er hún endurgreidd að frádregnu 20% staðfestingargjaldi.
- Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.
- Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd.
- Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.