Tröllaskagi – Þyrluskíðun

Tímalengd:
4 dagar
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 8 og hámarksfjöldi 32
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Alla sem eru vanir á fjallaskíðum

kr.49.900

Discount:
- kr.0
Dagsetning:
  • apríl 20, 2023
Flokkur:

Special offer

kr.0 per adult
From
No limit To No limit
Condition
Number adult >=

Lýsing

Tröllaskagi

Á Tröllaskaga eru afar fjölbreyttar og miskrefjandi brekkur við allra hæfi í fallegum fjöllum. Margir fjallstindar eru meira en 1.000 m yfir sjávarmáli svo oft er löng skíðabrekka framundan og sums staðar er hægt að skíða alla leið niður í fjöru. Fjallaskíðaferð á Tröllaskaga reynir bæði á úthald og skíðatækni og er krefjandi á köflum. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á skíðum til að fara í þessa ferð.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 8, mest 32.
Dagsetning: 20. – 23. apríl 2023.
Verð: 49.900 kr.
Lýsing
Við leggjum af stað frá Reykjavík seinnipartinn á fimmtudegi og komum aftur í bæinn eftir hádegi á sunnudegi. Gist er á Siglufirði í þrjár nætur. Þátttakendur bóka sjálfir hótelgistingu og akstur er á eiginn vegum.
Skíðaleiðir
Fjölmargar spennandi fjallaskíðaleiðir eru á Tröllaskaga. Við veljum alltaf leiðir út frá veðri og bestu aðstæðum hverju sinni. Nánara skipulag er sent út fyrir brottför.
Þyrluskíðun
Boðið verður upp á þyrluskíðun (toppaskutl) fyrir þá sem það vilja í einn dag. Hægt verður að kaupa eina til tvær ferðir með þyrlu upp á tvo fjallstoppa. Þyrluskíðun er alveg einstök upplifun og skemmtileg viðbót við fjallaskíðabröltið. Hvaða fjallstoppar verður flogið kemur í ljós þegar nær dregur ferð. Sama gildir um verðið. Þetta er tækifæri sem þú vilt ekki missa af!
Innifalið í verði
Leiðsögn og skipulag.
Ekki innifalið í verði
Gisting, matur og akstur er á eigin vegum.
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir brottför.
Afbókunarreglur
Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt. Þremur dögum fyrir brottför er 50% gjalds endurgreitt. Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Tröllaskagi – Þyrluskíðun”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *