ÖRYGGI Í FERÐUM

Þátttakendur eru hvattir til að láta vita af undirliggjandi sjúk­dómum, ofnæmi eða öðrum vandamálum sem geta haft áhrif á líðan og líkamsástand undir álagi eins og í skíðaferðum og eða á fjöllum.

Jafnvel þótt ýtrasta öryggis sé gætt í ferðum fylgir þátttöku óhjákvæmilega einhver áhætta eins og snjóflóðahætta. Fjallskíðun er með ábyrgðar­tryggingu gagnvart þriðja aðila en þátttakendur eru samt ekki tryggðir í skíðaferðum eða á námskeiðum fyrirtækisins, né útbúnað eða önnur verðmæti í ferðum. Þess í stað eru þátttakendur hvattir til að leita sér upplýsinga hjá sínum eigin tryggingafélögum og eftir atvikum að kaupa viðeigandi tryggingar. Þátttakendur eru á eigin ábyrgð og skulu ávallt fara eftir fyrirmælum fararstjóra og hvorki stofna sér né öðrum í hættu.