Mjög auðveld ferð hentar jafnvel fólki með enga reynslu af fjallaskíðaferðum og er að taka sín fyrstu skref í útivist. Oftast 2 til 3 klukkustunda virkur göngu- og skíðatími en dagleiðir geta verið lengri og miðast þá við hversu oft er stoppað.
Auðveld ferð og nauðsynlegt að fólk sé í þokkalegu góðu formi og hafi einhverja reynslu af fjallaskíðaferðum. Oftast 3 til 5 klukkustunda virkur göngu- og skíðatími en dagleiðir geta verið lengri og miðast þá við hversu oft er stoppað.
Hentar fólki sem er í frekar góðu formi og hefur talsverða reynslu af fjallaskíðaferðum. Oftast 5-7 klukkustunda göngu- og skíðatími þar sem gert er ráð fyrir virkri hreyfingu allan timann.
Krefjandi ferð sem hentar aðeins fólki sem er í mjög góðu formi og hefur reynslu af fjallaskíðaferðum. Að meðaltali er þetta 6-9 klukkustunda virkur göngu- og skíðatími en dagleiðir geta verið lengri og miðast þá við hversu oft er stoppað. Eins teljast til þessa flokks ferðir þar sem um er að ræða langan, stakan dag eins og t.d. ferð á Eyjafjallajökul og Hvannadalshnúk.
Erfið ferð, hentar einungis vönu fjallaskiðafólki sem er í mjög góðu formi, líkamlega og andlega. Ferð í brattlendi sem tekur að jafnaði lengri tíma venjulega (8-12 klst.) og krefjast mikils af þátttakendum.