Lýsing
TINDFJÖLL
Tindfjöllin eru gríðarlega falleg og bjóða uppá fjölbreyttar skíðaleiðir. Þessi ferð er meiriháttar upplifun og býður uppá ekta Alpa stemmingu en getur verið löng út af langri keyrslu uppeftir og til baka. Getur tekið allt að 12-16 klst., sem fer eftir aðstæðum og veðri hverju sinni.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 8, mest 32.
Skíðaleiðin
Það eru margar skíðaleiðir sem koma til greina. Mjög tilkomumikið er til dæmis að skíða fjöllin Ýmir, Búra, Haka og Saxa. Hvaða leið verður fyrir valinu fer efir veðri, snjólögum og færð.
Tölulegar upplýsingar
Vegalengd: 18 km
Ferðatími á skíðum: 8 klst.
Heildarhækkun: 800-1000m
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir ferðina.
Bókun
Sendið fyrirspurn á netfangið info@fjallaskidun.is ef þið viljið bóka þessa ferð (lágmarksfjöldi fimm manns).
Afbókunarreglur
Sjö dögum fyrir brottför er 80% fargjalds endurgreiddur. Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur. Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.