Lýsing
Í samstarfi við Bergmenn (http://www.bergmenn.com/is/) bjóðum við uppá einstakt fjallaskíðanámskeið fyrir stelpur á Klængshól í Skíðadal. Á Klængshól er afbragðs gisting og þar gefst líka frábært tækifæri til að slaka vel á, njóta lífsins og fara í heitan pott eða saunu eftir frábæran skíðadag. Fjöllin á Tröllaskaganum bjóða upp á brekkur af öllum stærðum og gerðum, frá toppi til sjávar. Án efa má þar finna nokkrar af skemmtilegustu brekkum landsins.
Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu þátttakenda á grundvallaratriðum fjallaskíðunar og í mati á snjóflóðahættu. Atriði sem verður farið yfir er meðal annars hvaða búnað á að taka með sér, skíðatækni, leiðarval, hvernig snjóflóðaýlirinn virkar, snjóflóðaleit, snjóflóðabjörgun og hvernig á að lesa í snjóinn.
Nauðsynlegur búnaður fyrir námskeiðið: fjallaskíði, fjallaskíðaskór, skinn á skíðin, broddar á skíðin, skíðastafir, snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng, skófla, bakpoki sem hægt er að festa skíðin á.
Innifalið í verði:
- Leiðsögn og fræðsla.
- Gisting í tvær nætur á Klængshóli í tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum og með sameiginlegu baði.
- Allur matur frá morgunverði á laugardegi til hádegisnestis á sunnudegi.
Leiðbeinendur: Inga Dagmar Karlsdóttir, Erin Jörgensen, Selma Benediktsdóttir og Þórunn Garðarsdóttir
*UPPSELT er í þessa ferð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.