Snjóflóðanámskeið

Tímalengd:
2 dagar og ein kvöldstund
Transport:
Á eiginn vegum
Tegund ferðar:
Námskeið og kennsla
Fjöldi:
6

kr.69.900

 

Discount:

Á lager

Dagsetning:
  • mars 10, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Snjóflóðanámskeið

Vertu tilbúinn fyrir skíðaveturinn og skráðu þig á snjóflóðanámskeið til að auka snjóflóðavitund og æfa félagabjörgun úr snjóflóði. Með góðri þekkingu á snjóflóðum getum við ferðast öruggari á veturna og komið heil heim.

Snjóflóðanámskeið Fjallaskíðunar er sniðið fyrir vana fjallaskíðara og þá sem vilja læra um snjóflóð. Á námskeiðinu getur þú öðlast góða færni til að meta snjóflóðahættu og sinna snjóflóðabjörgun. Námskeiðið samanstendur af einu fyrirlestrakvöldi og tveimur verklegum útivistardögum á Siglufirði.

Markmið námskeiðsins er að kenna fólki að öðlast lífsnauðsynlega færni til að bregðast við snjóflóðum á skíðum utan brauta, þar á meðal leiðaval, mat á snjóflóðahættu og snjóflóðabjörgun. Í lok námskeiðs ætti þátttakandi að geta ferðast um fjalllendi af meira öryggi hvað varðar snjóflóðahættu og geta bjargað vini úr snjóflóði.

Námskeiðið er mjög góður undirbúningur fyrir öruggari og skemmtilegri daga á fjöllum á veturna hvort sem þú stundar fjallaskíði eða almenna útivist.

LÁGMARKSKRÖFUR

Þátttakendur verða að vera sjálfbjarga á skíðum eða snjóbrettum og vera í góðu líkamlegu formi. Fjallaskíðanámskeið Fjallaskíðunnar er mjög góður undirbúningur fyrir þetta námskeið en ekki er nauðsynlegt að hafa farið á snjóflóðanámskeið áður.

DAGSETNING

10-12. mars

VERÐ

69.900 kr

LEIÐBEINANDI: Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

Kennsla, leiðsögn og skipulag

HVAÐ ER EKKI INNIFALIÐ?

Akstur

Gisting

Skíðabúnaður

Snjóflóðaskófla, skóflur og snjóflóðastangir

Broddar, belti, ísöxi

HVAÐ ÞARF ÉG AÐ KOMA MEÐ?

Búnaðarlisti er sendur til þátttakenda fyrir brottför

AFBÓKUN

Ef námskeið er afbókað með minna en þriggja daga fyrirvara fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.

Ef afbókað er þremur dögum fyrir brottför er 50% af þátttökugjaldi endurgreitt.

Ef námskeið er afbókað sjö dögum fyrir brottför er 80% af þátttökugjaldi endurgreitt.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Snjóflóðanámskeið”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *