Snjóflóðanámskeið

Tímalengd:
2 dagar og ein kvöldstund
Tegund ferðar:
Námskeið og kennsla
Fjöldi:
6

kr.65,900

Vertu tilbúinn fyrir skíðaveturinn og skráðu þig á námskeið hjá okkur til að efla snjóflóðavitund og æfa félagabjörgun úr snjóflóði.  Með góðri þekkingu á snjóflóðum getum við ferðumst af meira öryggi að vetrarlagi og komið heil heim.

Discount:
Dagsetning:
  • mars 12, 2021
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Fjöldi þátttakenda

Minnst 4, mest 6.

Lýsing

Snjóflóðanámskeiðið okkar er sérsniðið fyrir þá sem stunda fjallaskíðun og vilja læra meira um snjóflóð og öðlast meiri færni til að meta snjóflóðahættu og framkvæma snjóflóðabjörgun. Námskeiðið samanstendur af einu fyrirlestrarkvöldi og tveimur verklegum útidögum á fjöllum í nágrenni höfuðborgarinnar.

Markmið námskeiðsins er að kenna fólki að tileinka sér lífsnauðsynlega færni til að bregðast við snjóflóði þegar skíðað er utanbrautar, meðal annars í leiðarvali, mati á snjóflóðahættu og snjóflóðabjörgun. Að námskeiði loknu ætti þátttakandi að geta ferðast um fjalllendi af meira öryggi með tilliti til snjóflóðahættu og geta framkvæmt félagabjörgun úr snjóflóði.

Námskeiðið er sambærilegt kanadíska snjóflóðanámskeiðinu Avalanche skills training og er mjög góður undirbúningur fyrir öruggari og ánægjulegi daga á fjöllum og í fjallaskíðaferðum.

Lágmarkskröfur:

Þátttakendur ættu að vera sjálfbjarga á skíðum eða snjóbretti og vera í góðu líkamlegu formi. Fjallaskíðanámskeið Fjallaskíðunar er mjög góður grunnur en ekki er nauðsynlegt að hafa farið áður á snjóflóðanámskeið.

Leiðbeinendur:

Fjallaleiðsögumennirnir Garðar Hrafn Sigurjónsson og Leifur Örn Svavarsson.

Dagsetningar

12-14. febrúar

12-14. mars

Hvað er innifalið?

Kennsla og leiðsögn

Hvað er ekki innifalið?

  • Akstur
  • Skíðabúnaður
  • Snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng
  • Broddar, belti, ísöxi

Afbókunarreglur

Ef námskeiði er aflýst vegna Covid-19 fæst allt gjaldið endurgreitt.

Ef námskeið er afbókað fyrir brottför er það endurgreitt að frádregnu 20% staðfestingargjaldi.

Ef afbókað er þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.

Afbókun námskeiðs með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Snjóflóðanámskeið”

Netfang þitt verður ekki birt.