Snæfell á Austurlandi

Tímalengd:
3 dagar
Transport:
Akstur á eigin vegum
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
20

kr.45.900

Discount:

Á lager

Departure:
  • apríl 27, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Snæfell á Austurlandi

Í þessari ævintýra ferð förum við á Austurland. Fjölmargar spennandi fjallaskíðaleiðir eru á Austurlandi en aðalmarkmið er að skíða Snæfell (1833m) og síðan Dyrfjöll eða önnur flott fjöll á Austfjörðum. Allt eftir veðri og bestu aðstæðum hverju sinni. Nánara skipulag er sent út fyrir brottför.

Þú þarft að vera í góðu formi og hafa gott vald á skíðum til að fara í þessa ferð. Gisting og akstur eru á eiginn vegum.

Fjöldi þátttakenda

Minnst 10, mest 20.

Skíðaleiðin

Við lýsum bara skíðaleiðinni á Snæfell en það kemur í ljós þegar nær dregur á hvaða önnur fjöll við förum. Snæfell er hæsta fjall Íslands utan jökla. Fjallið er líka miðeldstöð sem hefur ekki gosið í 10 þúsund ár og yngsta eldfjall Austurlands. Vegna þess hve Snæfell rís hátt eru stuttir brattir skriðjöklar niður af toppinum sem við getum skíðað fram á vor og sumar. Það er tiltölulega auðvelt að ganga eða skíða fjallið og svo býður okkar löng og skemmtilega skíðabrekka niður. Af toppnum er fallegt útsýni yfir hérumbil allt hálendi Íslands. Á góðum degi má jafnvel rekjast á hreindýr og lynggæsir sem vaða um svæðið í kringum fjallið. Þetta getur ekki klikkað!

Tölulegar upplýsingar fyrir Snæfell

Vegalengd: 14 km
Hækkun: 1.030 m
Ferðatími á skíðum: 8-10 klst.

Dagsetning: 27.-30. apríl 2023

Verð: 45.900 kr.

Hvað þarf ég að taka með í þessa ferð?

Útbúnaðarlisti er sendur til þátttakenda fyrir brottför.

Afbókunarskilmálar

Þremur dögum fyrir brottför er 50% gjalds endurgreitt. Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt.

Frekari upplýsingar

Þyngd 11 kg