Kilimanjaro og Meru

Tímalengd:
13 dagar
Transport:
Flug og bíll
Tegund ferðar:
Gönguferð
Fjöldi:
8
Fyrir hverja
Vant fjallgöngufólk
Erfiðleikastig
Miðlungs til erfitt
Staðfestingargjald
55.000kr
Verð
550.000kr
Framboð
Uppselt er í þessa ferð

kr.55.000

Discount:

Ekki til á lager

Flokkur:

Special offer

Lýsing

Að ganga á Kilimanjaro (5.895m) er algert ævintýri og mikil upplifun. Það er stórkostlegt að heimsækja Tanzaníu og þar er mikið að sjá. Menningin er mjög fjölbreytt og heillandi, dýralífið frábært, fólkið vingjarnlegt og svo er maturinn mjög góður!

Aðeins um gönguna sjálfa og fjallið. Kilimanjaro fjallið er hæsta fjall Afríku og er í Kilimanjaro þjóðgarðinum sem var stofnaður 1977 í Tansaníu. Það er mikill fjölbreytileiki í veðurfari, landslagi og dýralífi eftir hæð. Enda er gengið í gengum fjögur veður- og gróðurbelti sem eru; regnskógur (1800-2800m), heiðarlönd (2800-4000m), alpalandslag (4000-5000) og jöklar (5000 og ofar). Til dæmis á gönguleiðinni á Meru er hægt að sjá buffalo, apa, antilópur, villisvín og gíraffa sem er alveg einstakt og spennandi.

Gangan sjálf er ekki erfið eða tæknileg en getur orðið krefjandi vegna hæðarinnar (50% minna súrefni er á toppnum en við sjávarmál). Þess vegna þurfa þátttakendur að vera vel undirbúnir og vera í góðu líkamlegu formi. Það er kalt á kvöldin og á nóttunni (hiti getur farið undir frostmark) og þarf svefnpoki og fatnaður að miðast við það. Til að aðlagast hæðinni vel munum við ganga fyrst á fjallið Meru (4562m) og síðan á Kilimanjaro svokallaða Machame leið sem er sunnan megin á fjallinu. Hæðaraðlögunin gengur út að að ganga uppí hæð og svo niður aftur og gista í lægri hæð. Þannig aðlagast líkaminn því að fá minna súrefni. Það er hins vegar mjög einstaklingsbundið í hvaða hæð fólk byrjar að finna fyrir hæðinni, allt frá 2500-3000m. Gist er í tjöldum allar næturnar í göngunni og burðarmenn sjá um að bera allan búnað, tjalda og elda mat. Þátttakendur bera lítinn dagspoka (30L) með nauðsynjum sem þarf yfir daginn. Gist er á hóteli fyrir göngu, á milli fjalla og eftir göngu.

Við leggjum áherslu á litla hópa þar sem allir geti notið sín.

DAGSETNING: 21. ágúst til 2. september 2023

FJÖLDI: 8 mans.

VERÐ: 550.000kr

Til að staðfesta pláss í ferðinni þarf að borga 55.000kr staðfestingargjald sem fæst ekki endurgreitt. Greiðist inná reikning: 301-26-10044, kt. 561216-1770, kvittun: info@fjallaskidun.is

Ferðaskipulag: 

Það tekur um einn sólarhring að ferðast til Afríku og annan sólarhring heim aftur. Gangan á Meru (4562m) tekur fjóra daga og aðra sex daga í að toppa Kilimanjaro (5895m). Í heildina eru þetta 10 göngudagar, 2 ferðadagar og 1 hvíldardagur.

Innifalið

 • Íslensk fararstjórn.
 • Þrjár nætur á hóteli og morgunmatur. Ein nótt fyrir göngu, ein á milli Meru og Kili og ein nótt á eftir.
 • Aðgangsfé inn í Kilimanjaro þjóðgarðinn.
 • Fullt fæði á fjallinu (morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur).
 • Allur búnaður eins og tjöld, matartjöld, ferðasalerni sem og súrefniskútar ef þarf og björgunarbúnaður.
 • Allt skipulag og flutningur á milli staða.
 • Laun fyrir leiðsögumenn, burðamenn, kokka og aðstoðamenn.

Ekki innifalið

 • Flug til og frá Tansaníu.
 • Vegabréfsáritun sem hægt er að sækja um á netinu (~50 dollarar)
 • Kostnaður við bólusetningar
 • Kvöldmatur þegar gist er á hóteli
 • Drykkir eins og bjór, vín og gos, snarl og nammi.
 • Þjórfé til starfsfólks.
 • Auka ferða og slysatrygging til að tryggja neyðarflutning (þyrlu) ef þarf.

Hæfniskröfur og þjálfun fyrir há fjöll 

 • Mjög gott líkamlegt form. Að meðaltali er gengið upp á hverjum degi sirka 1000-1200m hæðarmetra. Það samsvarar 2 ferðum upp að Steini á Esju eða einni ferð á topp Esju til viðmiðunar.
 • Fjölbreytt og regluleg þjálfun er mikilvæg í undirbúningi fyrir háfjallagöngu. Fjallganga er lang besta æfingin og skiptir mestu máli. Það er samt líka mjög gott að bæta við aukaæfingum eins og að hlaupa, hjóla, synda, skíða og lyfta lóðum.