Lýsing
Fjallaskíðaferð á hæsta fjall Íslands, Hvannadalshnjúk (2110m) reynir bæði á úthald og viljastyrk og er krefjandi. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á skíðum til að fara í þessa ferð. Gisting og akstur er á eigin vegum.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 8, mest 32.
Skíðaleiðin
Ferðin byrjar hjá Sandfelli í Öræfum og þaðan er gengið með skíðin á bakinu upp í 700 m hæð eða í þá hæð sem snjólínan liggur. Þá er skinnað upp í sirka 1100m hæð. Þar er stoppað, fengið sér nesti og farið í línu. Gengið er í línu á jöklinum upp á topp. Í hverri línu eru 9 manns (einn leiðsögumaður og 8 þátttakendur). Frá Línusteini er skinnað upp langa brekku að öskjubrún sem er í um 1750 m hæð. Þá er gengið eftir hefðbundinni leið vestan megin öskjunnar að rótum Hvannadalshnúks (3km) og hann toppaður. Hvort farið er með skíðin síðustu 300m á toppinn fer eftir aðstæðum og einungis fyrir þá sem treysta sér að skíða niður af tindinum. Allir skíða saman aftur niður sömu leið að Sandfelli. Þessi ferð getur verið mjög löng og tekið allt að 12-16klst sem fer eftir aðstæðum og veðri hverju sinni.
Tölulegar upplýsingar
Vegalengd: 25 km
Ferðatími: 12-16 klst.
Heildarhækkun: 2000m
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir ferðina.
Bókun
Hægt er að bóka þessa ferð fyrir sérhópa sem eru 6 eða fleiri
Afbókunarreglur
Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför er 80% fargjalds endurgreiddur.
Ef ferð er afbókuð þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.
Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.