Helgrindur á Snæfellsnesi

Tímalengd:
Dagsferð
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 10 og hámarksfjöldi 30
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Byrjendur jafnt sem lengra komna

kr.19.900

Discount:
Dagsetning:
  • mars 25, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Helgrindur

Helgrindur eru glæsileg fjöll sem eru ofan við Grundarfjörð. Þau eru meginfjöllin í fjallgarðinum sem liggur eftir endilöngu Snæfellsnesi. Það má alveg líkja Helgrindum við Tröllaskaga eða jafnvel Alpana en þar er að finna mörg hrikaleg falleg fjöll og fullt af mjög skemmtilegum skíðabrekkum. Oft er þetta svæði á kafi í snjó, sérstaklega norðanmegin og snjóa leysir oft mjög seint í efstu tindum Helgrinda. Útsýni til allra átta og hreint frábær fjallaskíðaparadís.

Fjöldi þátttakenda

Minnst 8, mest 32.

Skíðaleiðin

Mjög gaman er að þvera Snæfellsnesið frá suðri til norðurs. Byrja að ganga upp frá Kálfárvöllum upp Kálfárdal og þaðan uppá Böðvarskúlu (988m) sem er einn hæsti tindur Helgrinda. Þaðan er hægt að skíða niður glæsilegar brekkur norðanmegin í áttina að Grundarfirði og næstum alveg niður í fjöru. Tær snilld.

Tölulegar upplýsingar

Vegalengd: 14km

Ferðatími á skíðum: 8 klst

Heildarhækkun: 1000m

Hvað þarf ég að taka með?

Útbúnaðarlisti er sendur til þátttakenda fyrir brottför.

Afbókunarreglur

Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt.  Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur. Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Helgrindur á Snæfellsnesi”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *