Lýsing
Haute Route
Ein frægasta fjallaskíðaleið í Evrópu kallast Haute Route og liggur frá Chamonix í Frakklandi til Zermat í Sviss. Þetta er stórkostleg 7 daga skíðaleið sem við mælum mjög mikið með. Til þess að fara í þessa ferð þarftu að hafa gott vald á fjallaskíðum og vera í mjög góðu líkamlegu formi.
Skíðaleiðin
Þetta er fjallaskíðaferð eins og hún gerist best. Leiðin liggur að mestu í 2-3500m hæð og getur reynt á hæðaraðlögunar hæfni hvers og eins. Hver dagleið er einstök og hefur sinn sjarma en alla dagana er skinnað eða klifrað uppí 1-2 falleg fjallaskörð og svo skíðað niður mislangar frábærar skíðabrekkur. Dagleiðirnar eru að meðaltali um 1000-1200m hækkun og 8-10km langar. Á þessari leið er stórkostlegt útsýni yfir falleg fjöll eins og Mont Blanc, Matterhorn, Grand Combin og Monte Rosa frá ýmsum sjónarhornum. Leiðin byrjar í Chamonix við rætur Mont Blanc og endar í skugga eins frægasta fjalls í Ölpunum, Matterhorn. Gist er í vel útbúnum fjallaskálum á leiðinni. Þetta er ferð sem allir reyndir skíðamenn ættu að fara að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.
Hlutfall þátttakenda á einn leiðsögumann er 1:6. Hópurinn getur því mest verið 6 mans.
Dagsetning: 31.mars – 06. apríl 2023
Verð: 290.000 kr.
Staðfestingargjald: Til að tryggja sér pláss í þessari ferð þarf að greiða 45.000kr staðfestingargjald inná reikning: 301-26-10044, kt. 561216-1770. Kvittun: info@fjallaskidun.is Ekki er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt.
Innifalið:
- Íslensk fararstjórn
- IFMGA enskumælandi fjallaskíðaleiðsögumaður.
- Gisting í 6 nætur í skála
- Hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur) í skálum.
- Skíðalyftupassar.
- Allur flutningur á milli staða á skíðaleiðinni.
- Undirbúningsfundur með fararstjóra.
- Leiðbeiningar um val á búnaði.
- Tvær undirbúningsferðir með Fjallaskíðun
Ekki innifalið:
- Flug út og heim aftur.
- Rúta frá flugvelli til Chamonix og til baka aftur.
- Hótel gisting í Chamonix og Zermat
- Drykkir (vatn, vín, gos), nesti yfir daginn og snarl, nammi.
- Auka ferða og slysatrygging til að tryggja neyðarflutning ef þarf (þyrla).
Hæfniskröfur
- Traust og góð skíðatækni við mismunandi skilyrði.
- Grunntækni í fjallamennsku. Geta gengið á mannbroddum og beitt ísexi.
- Geta framkvæmt “kickturns” í mismunandi halla (allt að 35 gráður).
- Mjög gott líkamlegt form.
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir brottför.
Afbókunarreglur
Ef ferð er afbókuð átta vikum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt.
Sex vikum fyrir brottför er 60% fargjalds endurgreitt.
Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en fjórum vikum fæst ekki endurgreidd.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.