Gran Paradiso á Italíu

Tímalengd:
5 dagar
Transport:
Flug og bíll
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
5
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hverja
Vana fjallaskíðara
Verð á mann
249.900kr
Staðfestingargjald
35.000kr
Framboð
3 sæti eru laus í þessa ferð

kr.249.900

Discount:
Dagsetning:
 • mars 18, 2023

Special offer

Lýsing

GRAN PARADISO 

Fimm daga fjallaskíðaferð með viðkomu á hæsta tindi Ítalíu. Þetta er góð ferð fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í ölpunum utanbrauta.

Gran Paradiso fjallið er í 4061m hæð og er á milli Valle d’Aosta og dal Piantonetto á Italíu. Það er eini 4000m tindurinn í ítölsku ölpunum og deilir ekki landamærum með öðru landi.

Gran Paradiso var fyrst klifið árið 1860 af J. J. Cowell, W. Dundas, M-A. Payot og J. Tairraz. Það þykir mikil upplifun en krefst ekki tæknilegar kunnáttu að klífa fjallið. Þess vegna hefur það með tímanum orðið vinsælt fyrir byrjendur í fjallamennsku að klífa það. Árið 1932 var í fyrsta sinn farið á fjallaskíðum á Gran Paradiso og leiðin í dag er ennþá sú leið sem þessir frumkvöðlar fóru.

Gran Paradiso þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1856 sem konunglegt veiðisvæði Vittorio Emanuele II konungs, til að vernda dýralíf og villta, einstaka náttúru og árið 1922 varð hann fyrsti ítalski þjóðgarðurinn. Það er mikið fjölbreytt dýralíf í garðinum og þar má sjá meðal annars hjarðir af steingeitum og dádýrum á vappi. Svæðið þykir einstaklega fallegt og heppilegt fyrir fjalla­skíða­ferðir.

Skíðaleiðin

Við ætlum að bjóða upp á fimm daga hringferð um þjóðgarðinn með viðkomu á tindi Gran Paradiso. Skíðaleiðin byrjar frá Val de Cogne og endar við Val Savrenche. Gist er í vel útbúnum fjallaskálum á leiðinni. Við munum njóta ítalskrar menningar í botn og skíða þetta glæsilega fjall í leiðinni.

Hlutfall leiðsögumanna á þátttakendur er 1:5. Hópurinn getur því mest verið mest 5 mans.

Dagsetning: 18.-22. mars 2023.

Verð: 249.900kr.

Staðfestingargjald: Til að tryggja sér pláss í ferðinni þarf að greiða 35.000kr. staðfestingargjald inná reikning: 301-26-10044, kt. 561216-1770. Kvittun: info@fjallaskidun.is. Ekki er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt.

Innifalið:

 • Íslensk fararstjórn
 • IFMGA enskumælandi fjallaskíðaleiðsögumaður.
 • Gisting í 4 nætur í skála
 • Hálft fæði (morgumatur og kvöldmatur) í skálum.
 • Skíðalyftupassar.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra
 • Leiðbeiningar um val á búnaði

 

Ekki innifalið:

 • Flug út og heim aftur.
 • Rúta til og frá flugvelli.
 • Hótel gisting fyrir og eftir ferð.
 • Drykkir (vatn, vín, gos), nesti yfir daginn og snarl, nammi.
 • Auka ferða og slysatrygging til að tryggja neyðarflutning ef þarf (þyrla).

 

Hæfniskröfur

Traust og góð skíðatækni við mismunandi skilyrði. Krafa er gerð um gott vald á fjallaskíðum til að fara í þessa ferð.

Grunntækni í fjallamennsku. Geta gengið á mannbroddum og beitt ísexi.

Geta framkvæmt “kickturns” í mismunandi halla (allt að 35 gráður).

Mjög gott líkamlegt form.

 

Hvað þarf ég að taka með?

Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir brottför.

 

Afbókunarreglur

Ef ferð er afbókuð átta vikum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt.

Sex vikum fyrir brottför er 60% fargjalds endurgreitt.

Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en fjórum vikum fæst ekki endurgreidd.

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.