Lýsing
Fjallaskíðahópur Fjallaskíðunar er tilvalinn fyrir byrjendur á fjallaskíðum og þá sem vilja rifja upp grundvallaratriðin í fjallaskíðamennsku. Við bjóðum upp á frábæran félagsskap með úrvalsfararstjórn og fullt af spennandi ferðum. Prógrammið hefst í janúar og lýkur í maí. Dagskráin er afar fjölbreytt og samanstendur af bóklegri fræðslu, skíðakennslu, skíðapreppi, kvöldferðum, fjölbreyttum helgarferðum og endar svo á hæsta tindi Íslands, Hvannadalshnjúk. Á þessu námskeiði lærir þú margt um góða skíðatækni, rétta notkun á skíða- og öryggisbúnaði, leiðarval og aðstæður sem þarf að varast eins og snjóflóð, sem og grunnatriði í snjóflóðamati. Markmið okkar er að eftir námskeiðið getir þú verið sjálfbjarga í fjöllunum þegar þú ferð á fjallaskíði.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 10, mest 40.
Verð
Skráningargjald er 149.900kr en hækkar í 169.900kr. 1. janúar 2023.
Staðfestingargjald: 40.000 kr. (fæst ekki endurgreitt).
Til að tryggja sér sæti í hópnum þarf að greiða óafturkræft staðfestingargjald að upphæð 40.000 kr. Eftirstöðvar koma til greiðslu í byrjun janúar 2023. Hægt er að semja um greiðsludreifingu með því að senda póst á info@fjallaskidun.is. Maka afsláttur er 10% af síðara gjaldi.
Lágmarkskröfur
Þátttakendur verða að kunna á venjuleg svigskíði eða snjóbretti og vera sjálfbjarga í flestöllum troðnum brekkum skíðasvæða og breytilegum snjóaaðstæðum til að geta tekið þátt í fjallaskíðaprógraminu. Það er mun meira krefjandi að stunda fjallaskíði í alls konar aðstæðum utan brauta en að skíða á svigskíðum í troðinni brekku á skíðasvæði. Mikilvægt er að þátttakendur séu í góðu líkamlegu formi og hafi úthald í að vera á skíðum allan daginn (6-8 klst.). Að jafnaði er miðað við að ganga upp og skíða niður 600-1.500 m á dag.
Dagskrá 2023
12. janúar | Fjallaskíðakvöld í versluninni Everest kl. 17:30 |
18. janúar | Fyrirlestur |
25. janúar | Skíðakennsla í Bláfjöllum |
28. janúar | Verklegur útidagur og snjóflóðaæfingar |
8. febrúar | Preppkvöld |
18. febrúar | Dagsferð á Hengill |
1. mars | Kvöldferð í nágrenni Reykjavíkur |
18. mars | Helgrindur á Snæfellsnesi |
1. apríl | Snæfellsjökull eða Eyjafjallajökull |
19. apríl | Kvöldferð í nágrenni Reykjavíkur |
7. maí | Hvannadalshnjúkur |
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.