Lýsing
Skaginn Fjörður liggur á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Þar er að finna fullt af háum og fallegum fjöllum sem spennandi er að skíða. Fáir hafa hins vegar komið þangað að vetrarlagi. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að kynnast nýju svæði og upplifa sannkallaða skíðaveislu.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 10, mest 20.
Lýsing
Lagt er af stað frá Reykjavík á fimmtudegi og komið heim eftir hádegi á sunnudegi. Við keyrum á Grenivík og förum þaðan í Hvalvatnsfjörð þar sem við gistum í fjallaskála í Gili. Hvaða skíðaleiðir við veljum fer eftir veðri og hvar við finnum bestu aðstæður hverju sinni. Við stefnum á að skíða Kaldbak (1173m) og fleiri glæsileg fjöll á svæðinu. Nánara skipulag er sent út fyrir brottför.
Innifalið í verði
Leiðsögn og skipulag
Ekki innifalið í verði
Gisting, matur og akstur er á eigin vegum.
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir brottför.
Afbókunarreglur
- Ef ferð eða námskeiði er aflýst vegna Covid-19 fæst allt gjaldið endurgreitt.
- Viku fyrir brottför er ferð endurgreidd að frádregnu 20% staðfestingargjaldi.
- Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.
- Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd.
- Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.