Látraströnd og í Fjörður

Tímalengd:
4 dagar
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
SKU:
0
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 10, hámarksfjöldi 20
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Vana fjallaskíðara
Framboð

kr.49.900

Skaginn Fjörður liggur á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Í Fjörðum eru mörg há og falleg fjöll sem spennandi er að skíða. Fáir hafa hins vegar komið þangað að vetrarlagi. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast nýju svæði og upplifa sannkallaða skíðaveislu.

Discount:
Dagsetning:
  • apríl 27, 2023
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Látraströnd og Fjörður

Skaginn Fjörður liggur á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa og Látraströnd nær frá Grenivík að Gjögurtá í norði.  Á þessu svæði eru mörg há og falleg fjöll sem spennandi er að skíða. Fáir hafa hins vegar komið þangað að vetrarlagi en þarna er mjög snjóþungt og snjóa leysir seint á vorin. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast nýju svæði og upplifa sannkallaða skíðaveislu. Til þess að fara í þessa ferð þarftu að vera vanur á fjallaskíðum og í góðu líkamlegu formi.
Fjöldi þátttakenda
Minnst 10, mest 20.
Lýsing
Lagt er af stað frá Reykjavík á fimmtudegi og komið heim seint á sunnudegi. Gist er í fjallaskálum. Það fer eftir veðri hvaða skíðaleiðir verða fyrir valinu, sem og hvar aðstæður eru bestar hverju sinni. Nánara skipulag er sent út fyrir brottför. 
Verð
49.900 kr.
Innifalið í verði
Leiðsögn og skipulag.
Ekki innifalið í verði
Gisting, matur og akstur er á eigin vegum.
Dagsetning
27.-30. apríl 2023
Afbókunarreglur
Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt. Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreitt. Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Látraströnd og í Fjörður”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *