Eyjafjallajökull

Tímalengd:
Dagsferð
Transport:
Á eiginn vegum
Tegund ferðar:
Fjallaskíðaferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 10 og hámarksfjöldi 30
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Vana fjallaskíðara

34.900 kr.

Discount:
Dagsetning:
  • apríl 20, 2024
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Eyjafjallajökull er 1666 metra hár og sjötti stærsti jökull Islands. Það er alger snilld að skíða Eyjafjallajökul en það er jafnframt krefjandi og löng leið sem krefst þess að vera með allan jöklabúnað í för (ísexi, brodda og sigbelti). Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi til að fara í þessa ferð.

Fjöldi þátttakenda

Minnst 6, mest 32.

Skíðaleiðin

Gengið er með skíðin á bakpokanum upp frá Seljavöllum, yfir á Lambafellsheiði að jökulrönd. Þar er stoppað og farið í línu og gengið þannig á jöklinum upp á topp. Þegar toppi Eyjafjallajökuls er náð er hægt að skíða niður mismunandi leiðir. Hvaða leið er farinn fer eftir veður og færð.

Tölulegar upplýsingar

Vegalengd: 14-16km

Ferðatími: 8 klst.

Heildarhækkun: 1600m

Hvað þarf ég að taka með?

Útbúnaðarlisti er sendur þátttakendum fyrir brottför.

Bókun

Sendið fyrirspurn á netfangið info@fjallaskidun.is ef þið viljið bóka þessa ferð (lágmarksfjöldi fimm manns). Hvort ferðin er farinn veltur á veðri og snjóalögum.

Afbókunarreglur

Ef ferð er afbókuð sjö dögum fyrir brottför er 80% fargjalds endurgreitt. Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.

 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Eyjafjallajökull”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *