Eyjafjallajökull

Tegund ferðar:
Námskeið og kennsla
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 10 og Hámarksfjöldi 30
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Byrjendur

kr.24,900

Discount:
Dagsetning:
  • maí 1, 2021
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Eyjafjallajökull er 1666 metra hár, sjötti stærsti jökull Islands og einn af hæstu tindum landsins. Það er alger snilld að skíða Eyjafjallajökul en það er jafnframt krefjandi og löng leið sem krefst þess að vera með allan jöklabúnað í för (ísexi, brodda og sigbelti). Þú þarft að vera í góðu líkamlegu formi til að fara í þessa ferð.

Fjöldi þátttakenda

Minnst 5, mest 30.

Skíðaleiðin

Gengið er með skíðin á bakpokanum upp frá Seljavöllum, yfir á Lambafellsheiði að jökulrönd. Þar er stoppað og farið í línu og gengið þannig á jöklinum upp á topp. Í hverri línu eru 9 manns (einn leiðsögumaður og 8 þátttakendur). Þegar toppi Eyjafjallajökuls er náð er hægt að skíða niður sömu leið og var gengin upp eða skíða niður jökulinn norðvestan megin, svo kallað Smjörgil sem þykir ein flottasta skíðaleið hér sunnanlands! Þá er komið niður rétt hjá Gígjökli.

Hvor skíðaleiðin er farin fer eftir veðri og færð.

Tölulegar upplýsingar

  • Vegalengd: 14-16km
  • Ferðatími: 8 klst.
  • Heildarhækkun: 1600

Hvað þarf ég að taka með?

Útbúnaðarlisti

Afbókunarreglur

  • Ef ferð eða námskeiði er aflýst vegna Covid-19 fæst allt gjaldið endurgreitt.
  • Viku fyrir brottför er ferð endurgreidd að frádregnu 20% staðfestingargjaldi.
  • Þremur dögum fyrir brottför er 50% fargjalds endurgreiddur.
  • Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en þremur dögum fæst ekki endurgreidd.
  • Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt þótt afbókað sé.

 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Eyjafjallajökull”

Netfang þitt verður ekki birt.