Birnudalstindur

Tegund ferðar:
Dagsferð
Fjöldi:
Lágmarksfjöldi 8 og Hámarksfjöldi 32
Erfiðleikastig
Miðlungs
Fyrir hvern
Vant skíðafólk

kr.39,900

Discount:
Dagsetning:
  • maí 2, 2021
Flokkur:

Special offer

Lýsing

Birnudalstindur (1326 m) er afar fallegt fjall og er hluti af flottum fjallabálki sem nær frá Breiðamerkurjökli að Skálafellsjökli í Suðursveit. Af toppi Birnudalstinds er ein lengsta og skemmtilegasta skíðabrekka landsins. Til þess að fara í þessa ferð þarftu að vera í góðu líkamlegu formi og hafa gott vald á fjallaskíðum. Gisting og akstur er á eigin vegum. Gist er í eina nótt fyrir og eftir ferð á Hala eða Gerði í Suðursveit.

Fjöldi þátttakenda

Minnst 8, mest 32.

Skíðaleiðin

Við byrjum ferðina við Jöklasel og skinnum upp eftir Skálafellsjökli uns við komum að Birnudalstindi suðaustan megin.  Síðan eru suðurhlíðar Birnudalstinds þveraðar og stundum þarf að ganga á mannbroddum upp síðasta spölin á tindinn. Þá tekur við að skíða niður endilegan Birnudal að snjólínu sem liggur í um 600m hæð. Þaðan er gengið með skíðin á bakinu niður að bílum.

Tölulegar upplýsingar

  • Vegalengd: 12 km
  • Hækkun: 800m
  • Lækkun: 1400m
  • Ferðatími á skíðum: 6-8 klst.

Leiðsögumenn: Leifur Örn Svavarsson og Guðmundur Arnar Ástvaldsson

Útbúnaðarlisti er sendur út fyrir brottför

Cancellation Policy:

  • If a trip is canceled due to Covid-19, the entire fee will be refunded.
  • If a trip is canceled before departure, the trip is refunded less a 20% confirmation fee.
  • Three days before departure, 50% of the fare is refunded.
  • Cancellations of a trip with less than three days’ notice will not be refunded.
  • The confirmation fee will not be refunded even if canceled.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Birnudalstindur”

Netfang þitt verður ekki birt.