Lýsing
Bernese Oberland
Sex daga krefjandi fjallaskíðaferð um Bernese Oberland í svissnesku ölpunum.
Bern alparnir teygja sig frá Les Diablerets í vestri til Grimselskarðsins í austri og mynda nyrstu háfjöll Alpanna. Þeir rísa upp í meira en 4000m og eru glæsileg sjón frá öllum áttum. Í Bern ölpunum er líka stærsti jökull Alpana sem heitir Grosser Aletschgletscher. Þessi jökull ásamt fjölmörgum tindum á svæðinu gerir þetta að algeri paradís fyrir fjallaskíðafólk. Þeir sem hafa farið þarna segja brekkurnar alveg magnaðar. Í þessum fjallgarði eru líka nokkrir 4000m tindar sem er hægt að skíða og setja inní prógramið.
Skíðaleiðin
Það er úr mörgu að velja en hvaða leið er valinn fer eftir getustigi hópsins og hvað vilji er til að gera. Þetta er ferð fyrir vana og kröfuharða fjallaskíðara þar sem skíðað er um há fjöll og brattar brekkur.
Hlutfall leiðsögumanna á þátttakendur er 1:4-6. Hópurinn getur því mest verið mest 6 mans.
Dagsetning: 10.-15. apríl 2023.
Verð: 329.900kr.
Staðfestingargjald: Til að tryggja sér pláss í ferðinni þarf að greiða 45.000kr. staðfestingargjald inná reikning: 301-26-10044, kt. 561216-1770. Kvittun: info@fjallaskidun.is Ekki er hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt.
Innifalið:
- Íslensk fararstjórn
- IFMGA enskumælandi fjallaskíðaleiðsögumaður.
- Gisting í 5 nætur í skála
- Hálft fæði (morgumatur og kvöldmatur) í skálum.
- Skíðalyftupassar.
- Undirbúningsfundur
- Tvær undirbúningsferðir með Fjallaskíðun
Ekki innifalið:
- Flug út og heim aftur.
- Rúta til og frá flugvelli.
- Hótel gisting fyrir og eftir ferð.
- Drykkir (vatn, vín, gos), nesti yfir daginn og snarl, nammi.
- Auka ferða og slysatrygging til að tryggja neyðarflutning ef þarf (þyrla).
Hæfniskröfur
- Krafa er gerð um gott vald á fjallaskíðum til að fara í þessa ferð. Traust og góð skíðatækni við mismunandi skilyrði.
- Grunntækni í fjallamennsku. Geta gengið á mannbroddum og beitt ísexi.
- Geta framkvæmt “kickturns” í mismunandi halla, í allt að 35 gráðum.
Hvað þarf ég að taka með?
Útbúnaðarlisti er sendur út til þátttakenda fyrir brottför.
Afbókunarreglur
Ef ferð er afbókuð átta vikum fyrir brottför fæst 80% fargjalds endurgreitt.
Sex vikum fyrir brottför er 60% fargjalds endurgreitt.
Afbókun ferðar með styttri fyrirvara en fjórum vikum fæst ekki endurgreidd.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.